Ferðaáætlun

Ferðaáætlun dag frá degi

Dagur 1

Koma á Kængshól eða Karlsá seinni part dags þar sem við hittum leiðsögumennina og kynnum okkur fyrirkomulag ferðarinnar. Eftir ljúfengan kvöldverð gefst kostur á að slaka á í Sauna eða potti og undirbúa sig fyrir fyrsta skíðadaginn eða skreppa í rólegan göngutúr í stórkostlegri náttúru Tröllaskagans. Fyrir þá sem eru í tímaþröng er einnig hægt að mæta að morgni dags 2 með t.d flugi frá Reykjavík.

Dagur 2 eða 2-3

Í byrjun fyrsta dags er farið yfir alla helstu öryggisþætti þyrluskíðamennsku, flugmaðurinn kynnir fyrir okkur farskjótann og útskýrir vel þá fjölmörgu öryggisþætti sem fólk þarf að vera meðvitað um í umgengni við þyrlur. Þá tekur leiðsögumaðurinn við og fer yfir það hvernig þetta fer nú allt saman fram ásamt því sem við tökum æfingu í leit í snjóflóðum, lærum á snjóflóðaýlana og þau öryggistæki sem með eru í för. Þegar þessu er lokið tekur við rennsli og gaman . Í lok dags bíður okkar Apré Ski og snarl og svo skellum við okkur í pottinn og Sauna eða nudd og gæðum okkur á ljúfengum kræsingum kokksins. Á venjulegum degi snæðum við morgunmat um kl 0800 og erum komin á skíðin uppúr kl 1000 og skíðum fram á seinnipart dags.

Dagur 3 eða 5

Við byrjum á að pakka saman farangrinum okkar áður en haldið er af stað. Þennan síðasta skíðadag snæðum við kjarngóðan hádegisverð á fjalli og rennum okkur svo allan liðlangan daginn. Við kveðjum nýja vini á Tröllaskaganum og þökkum fyrir ævintýralega upplifun.