Hefur þú sveigjanleika til að stökkva til og henda öllu frá þér með stuttum fyrirvara? Þá mælum við með að þú skráir þig hér. Að skráningu lokinni og fram í lok maí ert þú á útkallslista og allar líkur á því að þú fáir símtal um laust afsláttarsæti í þyrluskíðun. Um er að ræða sæti á umtalsverðum afsláttarkjörum á dagsskíða, 2 og 4 daga pökkum og fyrstir koma fyrstir fá.Vinsamlega athugið að staðfesta verður komu þegar símtalið berst. Viðkomandi þarf að koma sér til Akureyrar fyrir 2 eða 4 daga pakka og inn á Klængshól í Skíðadal fyrir dagsskíðapakka á tilsettum tíma.